fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Krefst endurgreiðslu eftir að ljósmyndarinn svaf hjá brúðgumanum

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 10:00

Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúður hefur krafist fullrar endurgreiðslu eftir að hún uppgötvaði að eiginmaður hennar hafði sofið hjá brúðkaupsljósmyndaranum.

Málið er flókið en þannig er mál með vexti að það voru tveir ljósmyndarar í brúðkaupinu. Sá sem á og rekur fyrirtækið og ungi verktakinn sem hann fékk í verkefnið.

Verktakinn er tvítug kona sem aðstoðaði hann að mynda brúðkaupið þar sem aðstoðarmaðurinn sem kemur venjulega með honum í svona verkefni komst ekki.

Ljósmyndarinn leitaði ráða hjá netverjum á Reddit.

„Ég myndaði brúðkaup fyrr í sumar. Sá sem aðstoðar mig venjulega í svona verkefnum komst ekki þannig ég fann annan verktaka á netinu.

Við mynduðum brúðkaupið saman og allt gekk vel eins og venjulega. Ég lagaði til myndirnar og sendi þær á viðskiptavininn, allt var í góðu lagi.“

Mynd/iStock

Þar til hann fékk tölvupóst frá viðskiptavininum.

„Hún vildi endurgreiðslu því aðstoðarkona mín svaf hjá eiginmanni hennar einhvern tíma eftir brúðkaupið. Hún sendi mér myndir úr símanum hans sem staðfestu framhjáhaldið.“

Maðurinn veit ekki hvað hann á að gera, þar sem hann vann sína vinnu og skilaði því sem hann átti að skila.

„Hvað er það besta í stöðunni? Ég finn til með henni en þetta er líka frekar há upphæð fyrir vinnu sem ég er búinn að skila af mér.“

Skiptar skoðanir

Netverjar voru flestir sammála um að hann ætti ekki að endurgreiða konunni.

„Þetta hljómar kannski illa en eiginmaður hennar var að fara að halda framhjá henni sama hvað. Skiptir ekki máli hver aðstoðarmaður þinn var. Það er ekki þér að kenna að hún giftist honum,“ sagði einn netverji.

„Þú getur sagt henni að þér þyki leitt að heyra þetta en að þú getur ekki endurgreitt henni fyrir þjónustu sem þú hefur afgreitt samkvæmt samningi ykkar,“ sagði annar.

Það eru þó ekki allir netverjar á sama máli. Sumir hvetja hann til að endurgreiða konunni til að vernda orðspor sitt.

„Orðspor skiptir öllu máli í þessum bransa, hún getur skrifað neikvæðar umsagnir um þig á netinu,“ segir einn og bætir við: „Ekki ráða bara einhvern af netinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram