fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Flúði Kína á sæþotu

Pressan
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 20:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greindi frá því fyrr í dag að maður á sæþotu hafi verið handtekinn, 16. ágúst síðastliðinn, í suður-kóreskri landhelgi fyrir að koma ólöglega inn í landið. Maðurinn mun vera kínverskur andófsmaður og hafði siglt á sæþotu alla leiðinni frá Kína.

Andófsmaðurinn er á fertugsaldri en hann var handsamaður af strandgæslunni skammt undan borginni Incheon á vesturströnd Suður-Kóreu.

Talið er að maðurinn hafi siglt á sæþotunni alls 400 kílómetra leið frá ströndum Shandong héraðs í austurhluta Kína yfir Gulahaf að Incheon.

Þegar maðurinn átti skammt eftir í land í Suður-Kóreu festist hann í leðju og þurfti að hringja í neyðarlínuna til að óska eftir björgun. Hann var hnepptur í varðhald og mál hans er til meðferðar hjá saksóknaraembættinu í Incheon.

Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert og CNN hefur ekki getað fengið staðfest frá óháðum aðilum að um sé að ræða kínverskan andófsmann.

Samtökin Dialogue China, sem eru samtök þeirra sem hafa mikla reynslu af því að halda uppi andófi gegn kínverskum stjórnvöldum, segja að maðurinn sem um ræðir sé andófsmaðurinn og aðgerðasinninn Kwon Pyong.

Kwon hefur lengi haldið uppi gagnrýni á valdboðsstefnu og ritskoðun kínverskra stjórnvalda.

Hann setti til að mynda inn á Twitter síðu sína, í ágúst 2016, mynd af sjálfum sér í bol með ýmsum orðum sem fólu í sér háð um Xi Jinping forseta Kína, meðal annars orðið „Xitler“. Færslunni var síðar eytt en mánuði eftir að hann birti hana var hann handtekinn.

Kwon er sagður hafa setið í fangelsi fram til 2019 og eftir að hann var látinn laus var hann harð ákveðinn í að flýja land þar sem enn var fylgst með honum og hann sætti jafnframt sömuleiðis rannsókn af hálfu kínverskra yfirvalda. Hann er sagður helst vilja setjast að í enskumælandi landi þar sem hann talar góða ensku eftir að hafa stundað háskólanám í Bandaríkjunum.

Flótti Kwon kemur í kjölfar aukinnar hörku kínverskra stjórnvalda gagnvart mótmælum, ekki síst gegn hörðum sóttvarnarráðstöfunum vegna Covid-19, og hertrar ritskoðunar af þeirra hálfu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist