fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Mikil aukning á tilkynningum um innbrot á heimili

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 14:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum um þjófnaði fjölgaði töluvert á milli mánaða sem og tilkynningum um innbrot. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlí 2023 en þar kemur fram að flestar tilkynningar um innbrot í júlí voru innbrot á heimili.

Alls bárust 891 tilkynning um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Um helmingur brotanna voru með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að alls bárust 115 tilkynningar um ofbeldisbrot í júlí. Tilkynningar um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og fóru úr 573 tilkynningum í júní í 55 tilkynningar í júlí. Það sem af er ári hafa borist um tíu prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í júní voru skráð þrjú tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi og þrjú tilvik þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi og eru það færri tilvik en að meðaltali síðustu 12 mánuði á undan.

Þá bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 23 tilkynningar um kynferðisbrot í júlí, um 21 þeirra tilkynninga voru vegna brota sem áttu sér stað í júlí. Tilkynningar um kynferðisbrot voru innan útreiknaðra marka fyrir síðustu 6 og síðustu 12 mánuði á undan.

Alls bárust 20 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í júlí og fjölgar þessum leitarbeiðnum miðað við útreiknuð mörk fyrir síðustu 12 mánuði á undan.

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði á milli mánaða og voru skráð fjögur stórfelld fíkniefnabrot í júlí. Heilt yfir hafa þó verið skráð um 27 prósent færri fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fjölgaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í júlí var skráð 872 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum) á höfuðborgarsvæðinu. Það sem af er ári hafa verið skráð um fimm prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en hafa verið skráð að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?