Aðdáendur eru að farast úr forvitni um nýjasta tattú leikkonunnar Angelinu Jolie.
Tattúlistamaðurinn Mr. K birti mynd af lófum Angelinu en hann var sá sem gerði nýjustu húðflúrin og er óhætt að segja að staðsetningin sé frumleg.
Jolie fékk sér tattú á innraverða löngutöng bæði hægri og vinstri handar. Hins vegar blörraði Mr. K tattúið sjálft svo ekki er hægt að sjá hvað hún fékk sér, bara hvar.
Það hefur leitt til þess að aðdáendur hafa komið fram með ýmsar kenningar og sú sem hefur fengið mestan meðbyr er að tattúið tengist fyrrverandi eiginmanni hennar, Brad Pitt, með einhverjum hætti.
Fjölmiðlar vestanhafs fjalla um dularfulla tattúið og hvað það gæti verið, þar á meðal E! News, Grazia, Entertainment Tonight og fjöldi fleiri miðla.
Mr. K blés á kjaftasögurnar og sagði tattúið ekki tengjast Brad Pitt.
„Þetta hefur ekkert með Brad Pitt að gera,“ skrifaði hann á Instagram.