fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Valsmenn skoða að kæra afskipti Arnars – Ljóst er að Arnar braut eina af reglum FIFA

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 13:03

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur skoðar að kæra Arnar Gunnlaugsson fyrir afskipti hans af leik Vals og Víkings á sunnudag. Þjálfarinn tók út leikbann í leiknum en var í símasambandi við varamannabekk sinn. Frá þessu segir Vísir.is.

Samkvæmt heimildum 433.is er það Sigurður G Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður sem er að skoða málið fyrir Val og hvort afskipti hans af leiknum hafi verið ólögleg

Arnar var í stöðugu símasambandi við varamannabekk sinn í leiknum og hefur sagt frá því. Hvort það sé löglegt eða ólöglegt vilja Valsmenn kanna.

„Ég er alltaf bundinn þagnarskyldu um mín störf,“ segir Sigurður G Guðjónsson í samtali við 433.is en Víkingur vann sannfærandi 4-0 sigur í leiknum.

Valur vill skoða hvort Arnari hafi brotið reglur KSÍ eða FIFA en hið minnsta er ljóst að Arnar braut eina af þeim reglum FIFA sem gilda um leikbann þjálfara.

Arnar mætti í viðtal á Stöð2 Sport eftir leik en samkvæmt reglum frá FIFA er það með öllu bannað og segir í 66 grein, lið þrjú í FIFA Disciplinary Code-. „Is not entitled to attend the post-match press conference or any other media activity held in the stadium,“ segir í reglum FIFA.

Arnar mætti hins vegar í myndver á Stöð2 Sport eftir leik og ræddi þar um leikinn og leikbannið sem hann var í, sem samkvæmt reglum FIFA er bannað.

433.is hefur reynt að hafa samband við Hauk Hinriksson, lögmann KSÍ í allan dag en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið