Telegraph segir frá því að mjög fáir kostir séu á borðinu hjá Romelu Lukaku framherja Chelsea en félagið vill ekki hafa hann.
Lukaku var keyptur fyrir 100 milljónir punda fyrir tveimur árum frá Inter en eftir erfitt fyrsta ár var hann lánaður til Inter.
Inter vildi kaupa Lukaku í sumar en þegar upp komst um samtal hans við Juventus, hætti Inter við.
Juventus hefur áhuga en stuðningsmenn félagsins vilja ekki sjá Lukaku og sjálfur vill framherjinn ekki fara til Sádí Arabíu.
Mauricio Pochettino stjóri Chelsea vill ekki nota Lukaku og æfir hann aðeins með varaliðinu, Pochettino hefur ekki nennt að tala við Lukaku og ætlar sér ekki að eiga samskipti við hann.