fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vísis-systkinin raða sér í efstu sæti hátekjulista Heimildarinnar – Yngri bróðirinn skattakóngur landsins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 11:30

Vísis-systkinin: Margrét, Páll Jóhann, Kristín, Pétur, Sólný og Svanhvít Daðey. Mynd: grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátekjulisti Heimildarinnar var birtur í dag. Listinn byggir á greiningu Heimildarinnar á álagningarskrá Skattsins sem gerð er aðgengileg almenningi og fjölmiðlum árlega í ágúst. Á listanum er það eina prósent Íslendinga sem hafði mestar tekjur árið 2022.

Heimildin fer aðra leið en aðrir miðlar sem taka saman tekjulista, DV og Viðskiptablaðið, og telur fjármagnstekjur með auk launatekna. 

Í greiningu um listann segir Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, að í 50 efstu sætunum séu 40 karlar og 10 konur. Sama á við um heildarlistann, af 3.320 manns eru 608 konur, eða tæplega fimmtungur. Karlar eru tekjuhæstir í átta af tíu landsvæðum. Algengustu nöfnin á listanum eru karlanöfn: Jón (160), Sigurður (151), Guðmundur (101), Gunnar (97) og Magnús (88). Flestir í efstu sætum listans eiga eða áttu útgerðir og kvóta, þrettán einstaklingar þénuðu meira en einn milljarð króna í heildartekjur á síðasta ári og flestir á listanum búa í Reykjavík.

Niðurstaðan: Ef þú ert karlmaður að nafni Jón, býrð í Reykjavík, átt og/eða selur útgerð eða kvóta eða átt maka sem gerir slíkt, þá gulltryggir þú þér sæti á hátekjulista Heimildarinnar að ári. 

Forsíða Hátekjublaðsins sem kom út í dag.

Vísis-systkinin í Grindavík og makar í efstu sætum

Á topp tíu lista fyrir árið 2022 raða fjögur Vísis-systkini af sex, og makar tveggja þeirra sér í sex efstu sætin, en systkinin seldu í fyrra hlut sinn í útgerðinni Vísi í Grindavík. 

Skattakóngur landsins, og sá sem var með hæstu tekjurnar, er Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis, sem seldi hlut sinn í útgerðinni í fyrra. Hann þénaði tæpan 4,1 milljarð króna á árinu 2022 og af þeirri upphæð voru 99,3 prósent fjármagnstekjur. Pétur greiddi tæpar 903 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Í öðru sæti er mágur hans, Sveinn Ari Guðjónsson, starfsmaður Vísis, sem giftur er Sólnýju Pálsdóttur ljósmyndara. Hann þénaði 4.088.798.702  króna á árinu 2022 og greiddi tæpar 713 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Í þriðja sæti er mágur Péturs, Ágúst Þór Ingólfsson, öryggisstjóri Vísis, sem giftur er Kristínu E. Pálsdóttur leikskólakennara. Hann þénaði 3.232.243.155  króna á árinu 2022 og greiddi tæpar 713 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Systurnar Sólný og Kristín rata ekki inn á listann, en systur þeirra og Péturs, Svanhvít Daðey jógakennari og Margrét kennari og kórstjóri, eru í fjórða og fimmta sæti listans. Bróðir þeirra Páll Jóhann fyrrum þingmaður er síðan í sjötta listans.

Svanhvít Daðey þénaði 3.223.344.212  króna á árinu 2022 og greiddi tæpar 710 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Margrét  þénaði 3.219.605.097  króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 708 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Páll Jóhann þénaði 3.196.248.617  króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 705 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Fyrrum Forbes milljarðamæringur í sjöunda sæti

Davíð Helgason fjárfestir og stofnandi Unity skipar sjöunda sæti listans. Davíð komst inn á lista bandaríska tímaritstins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins árið 2021, en féll af listanum ári síðar. Hann þénaði 2.167.214.906  króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 576 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Davíð Helgason.

Sjá einnig: Hver er nýi íslenski milljarðamæringurinn á lista Forbes? – Maðurinn með kragann og milljónirnar

Jóhann Ólafur Jónsson, einn stofnenda, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður Annata skipar áttunda sæti listans. Hann þénaði 1.378.948.962 króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 310 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Bræðurnir Guðmundur A. og Kristinn Þórir Kristjánssynir, fyrrum hluthafar Hraðfrystihússins Gunnvöru, skipa níunda og tíunda sæti topp tíu listans.  Seldu þeir hlut sinn ásamt systur sinni og bróður í fyrra. Fjórði bróðirinn, Einar Valur, forstjóri Gunnvöru er enn í eigendahópnum.

Guðmundur þénaði 1.213.009.782 króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 268 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt. Kristinn Þórir þénaði 1.201.037.404 króna á árinu 2022 og greiddi rúmar 264 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Hátekjulisti Heimildarinnar birtir yfirlit yfir tekjur og fjármagnstekjur 3.320 Íslendinga og má skoða listann í heild sinni eða eftir sveitarfélögum hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum