Ófelía er þekkt fyrir að vera ástsæli kötturinn sem heldur sig á Skólavörðustíg og liggur gjarnan á ullarteppi í Icesmart þar sem túristar taka myndir af henni. Það brá einnig fyrir henni í kvikmyndinni Undir trénu.
Hún er tignarleg í útliti, af svonefndu ragdoll-kyni og hefur vakið athygli fyrir fallega loðna feldinn sinn og himinblá augu.
Eigandinn, Selma Karlsdóttir, óttast að henni hafi verið stolið eins og gerðist fyrir tveimur árum og tók þá nokkra mánuði að finna hana.
Í samtali við DV segir Selma að Ófelía hefur ekki sést í tvo daga og hún biður alla um að hafa augun opin.
„Ófelía er orðin fullorðinn og má ekki við miklum breytingum,“ segir hún.
Hægt er að hafa samband við Selmu í gegnum Facebook.