Eftir að Spánn varð Heimsmeistari kvenna á sunnudag hafa helstu fréttir snúist um þá karlmenn sem eru í kringum liðið.
Á mánudag voru spænskir miðlar að fjalla um formann spænska sambandsins sem kyssti einn leikmann liðsins beint á munninn, hafa margir bent á hversu óviðeigandi það var.
Jorge Vilda þjálfari liðsins sem er mjög óvinsæll á meðal leikmanna kemst nú í fréttirnar fyrir að káfa á samstarfskonu sinni.
Á meðan leiknum stóð virðist Vilda hafa gripið utan um brjóstið á starfsmanni sínum en fjöldi leikmanna vilja Vilda burt.
Nokkrir af bestu leikmönnum Spánar voru ekki með á mótinu vegna þess að þeim er illa við aðferðir Vilda.
Atvikið umdeilda má sjá hér að neðan.
Encara sense entendre perquè ningú parla del tocament de Jorge Vilda, només d'en Rubiales. Han de pagar ambdós. pic.twitter.com/qn7mLL3lj3
— David Melero 📸 📽 ✏ 🔴 (@davidmelero__) August 22, 2023