fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Míla mun bjóða upp á tíu sinnum hraðari ljósleiðaratengingu

Eyjan
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 07:22

Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míla mun á næstu mánuðum bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu. Undir merkjum „10x – Vettvangur til framtíðar“ mun fjarskiptafélögum og viðskiptavinum þeirra standa til boða að uppfæra heimili á ljósleiðara Mílu í 10 gígabita á sekúndu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Innleiðingu 10x á höfuðborgarsvæðinu á að ljúka fyrir 1. apríl n.k. Innleiðing 10x á landsbyggðinni hefst síðan í framhaldinu.

Á haustfundi fjarskiptainnviðafyrirtækisins Mílu sem haldinn var í dag, þriðjudag 22. ágúst, kynnti fyrirtækið í fyrsta sinn á Íslandi möguleika á tíföldun hraða ljósleiðaratenginga til heimila og fyrirtækja. Nettenging með 10 gígabita á sekúndu í báðar áttir er tíföldun þess hraða sem best þekkist í dag.

Uppbygging í þrepum

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að þessi aukna geta verði innleidd í þrepum og mun hefjast þann 1. október næstkomandi. Til þess að virkja þessa nýju byltingartengdu tækni þarf að skipta um búnað á báðum endum ljósleiðarans. Fyrsta svæðið sem býður allt að 10 gígabita á sekúndu er þjónustusvæði Múlastöðvar í Reykjavík. Öðrum svæðum höfuðborgarsvæðisins verður fyrst um sinn boðinn möguleiki á 2,5 gígabita á sekúndu sem uppfærður verður í skrefum, með það að markmiði að fyrir 1. apríl 2024 eigi  öll heimili á höfuðborgarsvæðinu sem tengjast ljósleiðara Mílu að hafa möguleika á 10x aðgangi.

Í framhaldinu verður hafist handa á landsbyggðinni. Það er skýr stefna Mílu að geta boðið viðskiptavinum aðgang að 10x þar sem Míla býður upp á ljósleiðara. Hraði uppbyggingar ræðst af viðtökum 10x og fjölda viðskiptavina sem kjósa að virkja 10x vettvanginn. Samhliða uppbyggingu 10x mun Míla halda áfram kröftugri ljósleiðaravæðingu heimila um allt land og þar í kjölfarið 10x.

Rík þörf fyrir 10x

Tíföldun hraða, afkastaaukning og innleiðing nýrrar tækni í ljósleiðarakerfum Mílu er þýðingarmikil fyrir heimilin í landinu. Sjónvarpsþjónusta í miklum gæðum, leikjaspilun, eða fjarvinna með mikið gagnamagn og gagnvirkni krefst sítengingar við net og mikils hraða. Hægt verður að tengja mörg tæki við netið á samtímis án þess að það hægi á sér.

Áætlað hefur verið að á næstu árum séu allt að 20 virk tæki á hverju heimili sem krefjast nettengingar. Símar og tölvur ásamt sjónvarpstækjum og myndlyklum, ryksugu vélmennum og svo framvegis. Myndstreymi 4K eða 8K gæðum, gervigreind, sýndarheimar og aukin notkun skýjalausna kallar á betri tengingar.

Mun betri upplifun

Með tengingu við 10x vettvanginn vill Míla tryggja 10 sinnum betri upplifun. Það liggur ekki í áhrifaríkum niðurstöðum nethraðaprófa, heldur í sterkri tengingu sem býður öllum tækjum heimilis það sem þarf hverju sinni, án þess að hafa áhrif á önnur tæki og notendur.

Alþjóða fjarskiptasambandið áætlar að bandbreiddarþörf Evrópskra heimila aukist um 20 prósent ári. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áætlar 40 prósenta aukningu að meðaltali næstu 7 – 10 árin. Nýjar tæknilausnir krefjast sífellt meiri bandbreiddar. Nýr 10x vettvangur undirbýr Mílu fyrir þessa hröðu þróun fjarskiptamarkaðar þannig að hægt verði í framtíðinni að bregðast við enn meiri eftirspurn um meiri bandbreidd.

Ísland í fararbroddi í Evrópu

Síðustu ár hefur Ísland verið í fararbroddi meðal þjóða Evrópu þegar kemur að hlutfalli heimila með virka tengingu við ljósleiðara. 10x vettvangur Mílu mun styrkja Ísland enn frekar til forystu á fjarskiptamarkaði Evrópu.

Með nýjum vettvangi 10x er Míla að svara eftirspurn íslenskra heimila nú og til framtíðar, því 10 gígabitar á sekúndu til heimila er ekki endamarkmiðið, heldur aðeins næsta varða á leið til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn