fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ríkissaksóknari staðfestir að rannsókn á kæru Vítalíu skuli felld niður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 06:38

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á máli Vítalíu Lazareva gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni hefur verið hætt. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Eins og frægt varð greindi Vítalía opinberlega frá því í upphafi árs 2022 að þremenningarnir hefðu brotið af sér gagnvart henni í sumarbústað í október árið 2020 og vakti málið þjóðarathygli og hafði margvísleg áhrif á starfsferil þeirra sem voru ásakaðir.

Þrátt fyrir fullyrðingar um annað þá lagði Vítalía ekki fram kæru gegn þremenningum fyrr en um mitt ár 2022 en í apríl 2023 komst héraðssaksóknari að þeirri niðurstöðu að fella rannsókn málsins niður. Þá ákvörðun kærði Vítalía til ríkissaksóknara og bar því við að hægt væri að afla frekari gagna auk þess sem ekki hefði verið rætt við öll vitni málsins.

Ríkissaksóknari hefur hins vegar nú komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.

Kæra þremenninganna á hendur Vítalíu fyrir fjárkúgun er þó enn til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Héraðssaksóknari felldi þá rannsókn niður í júní síðastliðnum en sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“