fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gagnrýnandi LXS-þáttanna virðist ætla að fá ósk sína uppfyllta – Rauk grátandi frá borði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 14:39

Skjáskot/YouTube @Stod2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt fór á hliðina í samfélaginu í september í fyrra eftir að gagnrýni um raunveruleikaþætti LXS-vinkonuhópsins birtist hjá RÚV. Gagnrýnina skrifaði Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og sagði hún að þættirnir væru frekar óspennandi og vantaði í þá allt það drama sem áhorfendur gjarnan reikna með frá raunveruleikasjónvarpi.

Sjá einnig: LXS-dívurnar hjóla í RÚV vegna gagnrýni um raunveruleikaþáttinn – „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið“

Önnur þáttaröð LXS hefst þann 6. september næstkomandi á Stöð 2 og virðist Salvör ætla að fá ósk sína uppfyllta.

Stikla fyrir þættina kom út fyrr í dag og ef marka má efnistök hennar verður nóg af drama í nýju þáttaröðinni.

Í einu atriðinu rýkur Magnea Björg Jónsdóttir grátandi frá borði, þar sem þær sitja saman vinkonurnar, og biður myndatökumenn um að hætta að taka upp.

„Í alvörunni, nennið þið að hætta núna og slökkva á þessu,“ segir hún.

Í öðru atriði er Birgitta Líf grátandi út af einhverju, ástæðan er ókunnug. Svo fellir Ástrós Traustadóttir einnig einhver tár í stiklunni.

Horfðu á hana hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“