fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Enn bætir í hrakfarir 90210-stjörnunnar – Býr í hjólhýsi, endaði marin á sjúkrahúsi en er nú sökuð um lygar og fyrrverandi sagður brjálaður

Fókus
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tori Spelling, sem gerði garðinn frægan í unglingaþáttunum Beverly Hills 90210 skömmu fyrir aldamótin, er á hrakningum þessa daganna eftir að mygla fannst á heimili hennar. Hún flúði heimilið með börnin sín fimm á aldrinum 6-16 ára og eftir stutta dvöl á ódýru hóteli flutti fjölskyldan yfir í hjólhýsi. Svo segir sagan að lúxuslifnaður fjölskyldunnar hafi tæmt bankareikninga þeirra og hafi þau ekki heldur staðið skil á opinberum gjöldum í ríkissjóð. Nú er Tori að skilja við eiginmann sinn til fjölda ára, Dean McDermott, en hann fór frá henni í júní.

Sjá einnig: 90210-leikkona staurblönk í húsnæðishrakningum – Þurfti að flýja heimili sitt með 5 börnum og dvelur í hjólhýsi

Marin á sjúkrahúsi

Nú sást síðast til leikkonunnar þar sem hún var að yfirgefa sjúkrahús eftir að hafa dvalið þar í nokkra daga. TMZ segir að leikkonan hafi verið gífurlega marin þar sem henni var ekið út af sjúkrahúsinu í hjólastól, meðal annars á andliti. Tori hafði sjálf birt mynd af sér úr sjúkrarúmi þar sem sjá mátti æðalegg í handlegg hennar. Hún greindi ekki frá því hvers vegna hún var lögð inn en tók fram að börnin hefðu verið henni ómetanlegur stuðningur í veikindunum.

Dean tilkynnti á Instagram í júní að hjónabandi hans og Tori væri lokið eftir tæpa tvo áratugi.

„Það hryggir mig að greina frá því og það er með verulega þungum hug sem ég tilkynni að eftir 18 ár saman og fimm dásamleg börn þá höfum við Tori ákveðið að halda sitt í hvora áttina og hefja nýtt ferðalag. Við munum áfram vinna saman að uppeldi barna okkar og leiðbeina þeim í gegnum þennan erfiða tíma. Við biðjum um skilning og að friðhelgi einkalífs okkar verði virt á meðan við tökumst á við þennan nýja kafla með ást og þakklæti að vopni.“

Hrakningar Tori hafa vakið þó nokkra athygli, einkum í ljósi þess að faðir hennar, sem lést fyrir nokkru síðan, var sterkefnaður. Mun hann þó hafa búið svo um hnúta að móðir Tori erfði hann nánast alfarið, en margir hafa furðað sig á því að Tori, með ríkan bakhjarl í formi móður sinnar, hafi þurft að flytja með fimm börn í hjólhýsi. Móðir hennar rauf þó þögnina í júlí og sagðist elska dóttur sína og ætla að styðja hana í öllu sem hún vildi taka sér fyrir hendur.

Verkfall skapar tækifæri

Líkt og áður segir er óljóst hvers vegna Tori þurft að leita sér læknisaðstoðar en hún hefur þó áður opnað sig um þau veikindi sem hún og börn hennar upplifðu sökum mygluvandans, en eitt slíkt einkenna eru öndunarfærissýkingar sem geta orðið tilefni fyrir læknisinngrip. Eins mun ekki vera óþekkt slíkar sýkingar komi fram jafnvel þó að myglað húsnæði hafi verið yfirgefið.

Eitthvað virtist þó ætla að birta til hjá leikkonunni í seinustu viku þegar Tori sást ásamt tökuliði. Ekki er ljóst hvaða verkefni þetta tengdist en Tori er talinn stefna á raunveruleikasjónvarp til að afla sér tekna til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem áhrifavaldur en hingað til ekki borið erindi sem erfiði.

Heimildarmaður Daily Mail segir að Tori sé föst á milli steins og sleggju. Hún hafi neyðst til að hugsa í lausnum og nú þegar leikarar og handritshöfundar eru í verkfalli sé raunveruleikasjónvarp augljósa svarið. Tori er heldur ekki ókunnug raunveruleikasjónvarpi enda ítrekað hleypt tökuliði inn í líf sitt í þáttum á borð við Tori&Dean: Inn Love, Tori&Dean: Home Sweet Hollywood og Tori&Dean: Cabin Dever.

Heimildarmaðurinn segir að Tori sé haldin örvæntingu og sárvanti tekjur en engu að síður sé það í forgangi hjá henni að vera börnum sínum góð móðir.

„Að gera áætlanir er henni mikilvægt. Á meðan hún reyndir að landa vinnu þá þarf þetta allt að passa fullkomlega saman við fjölskyldulífið. Hún er ekki orðin örvæntingarfull enn sem komið er en við skulum sjá hvað gerist á n æstu mánuðum og hvað hún gæti þurft að grípa til svo að allt gangi upp.“

Sökuð um lygar og fyrrverandi sagður brjálaður

Annar heimildarmaður segir þó að Tori sé nú þegar að leika hlutverk. Hún sé að spila sjálfa sig sem fórnarlamb til að fá meðaumkun og sé í raun og veru ekkert blönk.

„Dean er miður sín og allir vinir Tori líka. Þau skilja ekki hvers vegna hún væri að þess ef ekki fyrir vorkunn. Hún á peninga. Hún er ekki blönk og hún er búin að fá boð frá vinum um að gista hjá þeim. Dean telur að börnin hans eigi ekki að búa við þessar aðstæður og auðvitað er hann reiður. Hann er brjálaður út í Tori því hún er að hegða sér eins og barn. Hún hafði fullt af sénsum til að láta hjónabandið virka en í staðinn hefur hún haldið því fram árum saman að hún vilji ekkert með Dean hafa.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?