fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Auðunn gerði illt verra fyrir Steinda sem var í stresskasti eftir pínlegt atvik á sviði

Fókus
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 13:30

Auðunn Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður segir að áhrif Twitter-samfélagsins á Íslandi séu stórlega ofmetin, þótt vissulega hafi hann og samstarfsmenn hans í gegnum tíðina einstaka sinnum haft áhyggjur af því sem þar er sagt.

Auðunn var í viðtali hjá Skoðanabræðrum, einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, en því stýra bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir, og sagði frá kostulegu atviki þar sem hann stríddi kollega sínum Steinda jr.

Í viðtalinu ræddi Auðunn um ferilinn og fjölmiðlana og kvaðst sjálfur ekki taka umfjöllun á Twitter of nærri sér, enda sé hann upptekinn að því að hlúa að öðrum viðkvæmari aðilum í kringum sig þegar einhver neikvæð umræða fer af stað. Eins og Steinda jr, nánum samstarfsmanni sínum, Steinþóri Hróari Steinþórssyni fullu nafni.

„Ég næ aldrei einhvern veginn að fara það djúpt í þetta af því að ég veit strax að ég þarf að fara að hugga Steinþór Hróar Steinþórsson. Hann hringir bara strax: „Heyrðu hversu alvarlegt er þetta? Twitter logar.“ Þá þarf ég að fara að hugga hann og segja honum að þetta skipti ekki máli,“ segir Auðunn kíminn.


Pínlegt atvik á árshátíð

Stundum kveðst Auðunn vera svo þreyttur á Steinda að hann leikur sér að því að segja að nú sé eitthvað alvarlegt í vændum.

„Besta dæmið er, og ég get alveg sagt frá því núna, þá erum við að skemmta á árshátíð Símans. Komum þar sem leynigestir. Við erum bara í miðju lagi og þvílík stemning og það er pía sem réttir upp höndina og Steindi heldur að hún sé að biðja um að koma upp á svið og syngja með. Þannig að Steindi grípur í hana og er að reyna toga hana upp á svið en hún vill ekki fara upp á svið. Þannig að hún er að reyna að sleppa,“ segir Auðunn.

Konan náði síðan að koma Steinda í skilning um að hún ætlaði alls ekki að koma upp á svið og ekki varð meira mál úr því, en Auðunn segir Steinda hafa verið mjög hugsi yfir þessu atviki eftir framkomu þeirra, enda sé Steindi paranojaður yfir málum af þessum toga. Þá hafi hann ákveðið að ganga á lagið.

„Þannig að ég segi við Steinda bara:„Ertu eitthvað ruglaður? Ertu að reyna að láta kæra þig eða?“. Sem var náttúrulega bara grín. Hann bara hélt hún vildi fara upp á svið, hún vildi það ekki, fór niður og þá var þetta bara búið. Steindi var svo alvarlegur í bílnum: „Hvað ef einhver var að taka myndband af þessu? Hversu alvarlegt er það?“ Og ég var svo þreyttur á honum að ég sagði bara í gamni: „Já, ef ég á að vera hreinskilinn, þetta gæti alveg orðið eitthvað,“ segir Auðunn, við mikla skelfingu Steinda

Andri Snær væri forseti ef Twitter réði

Allt blessaðist þetta og gleymdist fljótt þrátt fyrir að ótti Steinda jr. um Twitterstorm sé eflaust enn við lýði. Auðunn segir þó að áhrif miðilsins séu töluvert ofmetin á Íslandi, sem lýsi sér til að mynda á ýmsum niðurstöðum kosninga.

„Ef Twitter-samfélagið réði Íslandi þá væri Andri Snær forseti Íslands. Ég man bara að það voru allir þar og þú last ekkert nema stuðning við hann. Svo bara eins og kosningarnar síðast. Þetta átti aldrei að geta farið svona miðað við hvernig Twitter var,“ segir Auðunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram