fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Íslenska óperan fær stuðning erlendis frá

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 11:26

Frá sýningu Íslensku óperunnar, í Danmörku, á Brothers eftir Daníel Bjarnason: Facebook síða Íslensku óperunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV og fleiri fjölmiðlar hafa greint frá hefur Íslenska óperan gert alvarlegar athugasemdir við að til standi að skera niður fjárframlög til stofnunarinnar af hálfu ríkisins, áður en framtíðarskipan óperuflutnings hér á landi verður endanlega ákveðin, svo mikið að hún sjái ekki fram á annað en að þurfa að hætta starfsemi.

Nú hefur Íslenska óperan hlotið stuðning utan landsteinanna en Framkvæmdastjóri Evrópsku óperusamtakanna (Opera Europa), Karen Stone, hefur ritað bréf til ríkisstjórnar Íslands og mótmælt þessum fyrirætlunum. Flest óperuhús í Evrópu eiga aðild að samtökunum.

Íslenska óperan hefur einnig fullyrt að íslenska ríkið hafi lítið sem ekkert samráð haft við stofnunina um tilhögun þeirrar þjóðaróperu sem stendur til að stofna. Segir Íslenska óperan að hún hafi staðið í þeirri meiningu að væntanleg þjóðarópera yrði byggð á grunni fjögurra áratuga starfs stofnunarinnar en ríkið hafi ekki staðið við það. Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir hins vegar að ekki standi til að leggja af framlög til Íslensku óperunnar enn sem komið er og að stofnunin hafi verið höfð með í ráðum í mótun tillagna um framtíð óperuflutnings á Íslandi.

Sjá einnig: Íslenska óperan sögð neyðast til að hætta starfsemi

Sjá einnig: Íslenska óperan segir lítið samráð haft við hana um framtíð óperuflutnings á Íslandi

Í bréfi Karen Stone, sem Íslenska óperan hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, er lýst miklum áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði á fjárframlögum til Íslensku óperunnar. Hún segir Íslensku óperuna eiga sérstakan sess í menningarlífi Evrópu:

„Hún hefur verið leiðarljós menningarlegrar auðlegðar, listrænnar nýsköpunar og uppspretta stolts fyrir Íslendinga.“

Stone segir Íslensku óperuna hafa notið viðurkenningar á alþjóðavettvangi til að mynda með uppfærslu á óperunni Brothers, eftir Daníel Bjarnason, í Búdapest og Danmörku. Íslenska óperan hafi einnig verið virkur þátttakandi í starfsemi Evrópsku óperusamtakanna.

Karen Stone segir að þessi fyrirætlun um að neyða Íslensku óperuna til að hætta starfsemi muni senda þau skilaboð að mikilvægi þess að hlúa að og varðveita íslenska menningarvitund sé vanmetið:

„Íslenska óperan er meira en vettvangur fyrir tónlistarflutning. Hún er tákn fyrir listrænar vonir og brú milli hefðarinnar og nútímans.“

Stone segir Íslensku óperuna veita listamönnum hérlendis, sem og utan landsteinanna, tækifæri til að sýna hæfileika sína og vinna saman að uppfærslum sem auðgi þjóðfélagið. Hún minnir einnig á að Íslenska óperan vinni markvisst að fræðslustarfi og að veita nýju listamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref tækifæri.

Karen Stone skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þá ákvörðun að skera niður fjárframlög til Íslensku óperunnar. Hún segist meðvituð um að til standi að koma á fót nýrri þjóðaróperu en hún telji það fjárfestingu í framtíðinni að varðveita þær menningarstofnanir sem þegar séu til staðar. Íslenska óperan hafi á undanförnum áratugum byggt upp ríkulegu reynslu og þekkingu með starfsemi sem væri hörmulegt að glata.

„Ég bið ykkur um að viðurkenna óbætanlegt gildi Íslensku óperunnar og ég, ásamt fjölda annarra, vona að hægt verði að veita fé til hennar á ný til að tryggja áframhaldandi framlag óperunnar til menningarlegrar og listrænnar arfleiðar Íslands og Evrópu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur