fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Trúlofunarskandall skekur Ítalíu – „Ekki halda að mér líði vel með að opinbera mig sem kokkál fyrir framan ykkur“

Fókus
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 09:30

Massimo Segre og Cristina rétt í þann mund sem ræðan tekur óvænta stefnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Ítalíu en nýlegan skandal í aðdraganda brúðkaups hjá þekktum bankamanni í landinu og ljóst er að smjattað verður á atvikinu eitthvað fram á næsta ár.

Hinn þekkti bankamaður, Massimo Segre, sem er 64 ára gamall, og verðandi eiginkona hans, Cristina Seymandi,sem er sautján árum yngri, buðu gestum til trúlofunarteitis um helgina sem fór fram í glæsilegri villu nærri Turin-borg.

Ræðan fór í óvænta átt

Segre steig síðan á stokk og bjuggust flestir við hjartnæmri ræðu um brúðina og samband þeirra. En það var öðru nær. Í ræðunni fór Segre mikinn og sakaði Seymandi um að hafa haldið framhjá sér.

„Ég ætla að gefa Cristinu frelsi til að elska…“ sagði Segre og bætti svo við: „Frelsi til að elska aðra manneskju. Nánar tiltekið ákveðinn lögfræðing sem henni er meira annt um en mig.“

„Elsku Cristina, ég veit hvað þú elskar hann, tilfinninlega og kynferðislega. Og ég veit af sambandi þínu við iðnjöfurinn á undan honum,“ sagði hinn hryggbrotni Segre, fínu gestunum til mikillar skelfingar.

„Ég er niðurbrotinn“

Daily Mail greinir frá atvikinu en þar kemur fram að Cristina hafi staðið störf á sviði með verðandi eigimanni sínum og horft út í salinn í leit að stuðningi. Segre birti síðan myndir af Cristinu með elskhuga sínum.

„Ekki halda að mér líði vel með að opinbera mig sem kokkál fyrir framan ykkur,“ sagði Segre. Sagði hann ennfremur að hann hafi viljað tryggja að allir gestir væru meðvitaðir um af hverju samband hans og Cristinu væri nú lokið.

„Ég er svo vonsvikinn, ég er niðurbrotinn,“ bætti Segre við. Hann hvatti svo Cristinu til að fara í brúðkaupsferðina til Mykonos með elskhuga sínu, enda væri ferðin þegar greidd upp í topp, og síðan slökknuðu ljósin og Segre gekk út af sviðinu.

Gjörningurinn hafi verið ofbeldi

Eins og gefur að skilja voru hinir ríku og frægu gestir gjörsamlega slegnir eftir ræðuna en fljótlega fór þó að bera á reiði þeirra gagnvart Segre með því að hafa verið plataðar til að mæta svo hann gæti sett þennan leikþátt á svið.

Gjörðir hans hafa einnig haft miklar afleiðingar fyrir Cristinu sem hefur meðal annars fengið líflátshótanir á samfélagsmiðlum frá ókunnugum einstaklingum sem hafa lesið fréttir ítalskra miðla um málið. Segir hún að Segre hafi beitt sig hroðalegu ofbeldi með gjörningi sínum. Hann hafi viljandi niðurlægt hana fyrir framan fjölskyldu hennar og ástvini og sent síðan myndband á ítalska miðla til þess að niðurlægja hana opinberlega að auki. Hyggst hún líkelega fara í skaðabótamál við Segre en ásakanir milli parsins fyrrverandi hafa gengið á víxl í ítölskum miðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“