Chelsea er að ganga frá kaupum á markverðinum Djordje Petrović frá New England Revolution í bandarísku MLS-deildinni.
Um er að ræða 23 ára gamlan Serba sem hefur verið á mála hjá New England í um eitt og hálft ár eftir að hafa komið þangað frá heimalandinu. Kappinn á að baki tvo A-landsleiki fyrir hönd Serbíu.
Petrovic kemur til með að veita Robert Sanchez samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar hjá Chelsea.
Enska félagið greiðir tæpar 14 milljónir punda fyrir leikmanninn og fer hann í læknisskoðun á miðvikudag.
EXCL: Djordje Petrović to Chelsea, here we go! Verbal agreement in place with New England Revolution on €16m deal 🚨🔵🇷🇸 #CFC
Medical tests booked on Wednesday for the Serbian goalkeeper who’s gonna compete with Robert Sanchez. pic.twitter.com/5h6lOyPRP7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 21, 2023