fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ætla ekki einu sinni að skella á hann verðmiða

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 06:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal dettur ekki í hug að selja miðvörð sinn Gabriel þrátt fyrir áhuga annars staðar frá.

Undanfarið hafa borist fréttir af því að Real Madrid og Al Ittihad í Sádi-Arabíu hafi áhuga á Brasilíumanninum.

Spænska stórliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar Eder Militao meiddist og verður hann frá í langan tíma.

Það kemur þó ekki til greina hjá Arsenal að selja Gabriel og mun félagið ekki einu sinni setja verðmiða á hann.

Gabriel hefur ekki verið í byrjunarliði Arsenal í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en það virðist ekki vera vísbending um að hann gæti farið.

Sjálfur er Gabriel talinn afar sáttur hjá Arsenal og skuldbundinn verkefninu sem þar er í gangi, en félagið stefnir á að hampa Englandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í tuttugu ár í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur