Arsenal dettur ekki í hug að selja miðvörð sinn Gabriel þrátt fyrir áhuga annars staðar frá.
Undanfarið hafa borist fréttir af því að Real Madrid og Al Ittihad í Sádi-Arabíu hafi áhuga á Brasilíumanninum.
Spænska stórliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar Eder Militao meiddist og verður hann frá í langan tíma.
Það kemur þó ekki til greina hjá Arsenal að selja Gabriel og mun félagið ekki einu sinni setja verðmiða á hann.
Gabriel hefur ekki verið í byrjunarliði Arsenal í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en það virðist ekki vera vísbending um að hann gæti farið.
Sjálfur er Gabriel talinn afar sáttur hjá Arsenal og skuldbundinn verkefninu sem þar er í gangi, en félagið stefnir á að hampa Englandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í tuttugu ár í vor.
Understand Arsenal have no intention to sell Gabriel Magalhães despite Al Ittihad interest 🔴⚪️⛔️ #AFC
Arsenal not even intentioned to indicate a price tag for Brazilian centre back at this stage. He’s expected to stay. pic.twitter.com/fNDP8WFGXv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 21, 2023