Stjarnan tók á móti KR í lokaleik umferðarinnar í Bestu deild karla.
Emil Atlason kom heimamönnum yfir 18. mínútu leiksins en um tíu mínútum síðar jafnaði Benoný Breki Andrésson fyrir gestina.
Staðan var ekki jöfn lengi því Emil skoraði sitt annað mark og kom Stjörnunni í 2-1.
Þannig var staðan í hálfleik.
Ekkert var skorað fyrr en Stjarnan fékk víti þegar um fimm mínútur lifðu leiks. Emil fór að sjálfsögðu á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Innsiglaði hann þar með sanngjarnan 3-1 sigur.
Stjarnan er á miklu skriði og var að vinn sinn þriðja leik í röð. Þá hefur liðið ekki tapað í níu leikjum í röð. Garðbæingar sitja í fjórða sæti með 31 stig, 3 stigum á undan KR sem er í sjötta sætinu.