fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Fjölnir skellti Grindavík á jörðina – Grótta missteig sig gegn Ægi þrátt fyrir að vera lengi manni fleiri

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 19:59

Máni Austmann skoraði. Mynd: Fjölnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Fjölnir tók á móti Grindavík í stórleik. Það fór svo að heimamenn gjörsamlega völtuðu yfir gestina. Máni Austmann Hilmarsson kom þeim yfir snemma leiks áður en Bjarni Gunnarsson tvöfaldaði forskotið.

Hans Viktor Guðmundsson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson bættu við mörkum í seinni hálfleik áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson klóraði í bakkann fyrir Grindavík. Axel Freyr Harðarson innsiglaði svo 5-1 stórsigur Fjölnis.

Liðið er í þriðja sæti og komið með annan fótinn í umspilið um sæti í efstu deild. Grindavík er hins vegar nú 4 stigum frá umspilinu og aðeins 3 stigum fyrir ofan fallsæti.

Botnlið Ægis tók þá á móti Gróttu. Gabríel Hrannar Eyjólfsson kom gestunum yfir af vítapunktinum á 13. mínútu en skömmu síðar jafnaði Atli Rafn Guðbjartsson fyrir Ægi.

Á 25. mínútu kom Brynjólfur Þór Eyþórsson heimamönnum svo yfir. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Grímur Ingi Jakobsson fyrir Gróttu.

Staðan í hálfleik 2-2 en í blálok fyrri hálfleiks varð Ægir fyrir áfalli þegar Anton Fannar Kjartansson fékk rautt spjald.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og lokatölur 2-2.

Grótta er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og Grindavík. Ægir er enn límdur við botninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi