fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Orðið fyrir viðbjóðslegu áreiti eftir tíðindi gærdagsins vegna ummæla sinna fyrir helgi – „Þú munt þjást hræðilega“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 07:30

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Rachel Riley hefur orðið fyrir ljótu áreiti á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Manchester United tilkynnti um ákvörðun sína að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í liðið.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.

Riley hafði sagt fyrir helgi, þegar stefndi jafnvel í að Greenwood myndi snúa aftur í lið United, að þá myndi hún hætta að styðja liðið.

„Ég get ekki stutt Manchester United áfram ef Greenwood verður hjá félaginu,“ sagði hún.

„Sem dæmi, þegar það kemur að ofbeldi gegn konum þá er aðeins 1 prósent af þeim nauðgunum sem koma á borð lögreglu verða til sakfellingar. Við höfum heyrt og séð nóg, að segja að það væri í lagi að hann snúi aftur er vandamálið. Það væri hræðilegt fyrir mitt félag að sópa þessu undir teppið og senda skilaboð til ofbeldismanna að það sé hægt að gera svona án afleiðinga.“

Eftir ákvörðun United í dag eru einhverjir stuðningsmenn United brjálaðir og beina reiði sinni að Riley.

„Rachel Riley, skammastu þín? Þú og fleiri sem völduð að trúa orðrómum frekar en staðreyndum hafið kostað ungan leikmann Manchester United feril sinn hjá félaginu,“ skrifaði einn netverji.

„Þetta er til skammar og ég vona að þetta fylgi þér að eilífu. Greenwood er farinn en þú munt þjást hræðilega. Þú ert einskis verð manneskja,“ skrifaði annar.

Einhverjir tóku í sama streng.

„Ertu ánægð núna? Þú skalt passa að börnin þín geri ekki mistök í framtíðinni. Gamla norn. Hvar er fyrirgefningin hjá fólki? Hefur mannkynið tapað sér endanlega? Mason Greenwood mun samt spila fótbolta og þú getur ekki stöðvað það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham