fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Gunnar Dan leggur til nýja nálgun eftir áhugaverða reynslu í Danmörku – „Þar eru allir með njálg en enginn með ADHD“

Fókus
Mánudaginn 21. ágúst 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að draga saman í nokkrum línum lýsingu á Gunnari Dan , smíðakennara með meiru. Hann er maður með hraðan virkan huga sem leitast við að finna tilgang í samhengi tilverunnar. Reynslubolti með lífsreynslu á við marga mannsaldra í flestum, ef ekki öllum litbrigðum ljóssins. Það einkennir Gunnar Dan þessi mikla útgeislun sem hrífur alla með sér og ýtir við fólki að sjá stóru myndina í samhengi. Gunnar er nýjasti gestur Mumma Týs Þórarinssonar í Kalda pottinum frá Gömlu Borg í Grímsnesi. Þar spjalla Gunnar Dan og Mummi um lífið og tilveruna og sigra og sorgir á skemmtilegan hátt.

Álit annarra skiptir máli fyrir vöxt

Gunnar Dan rekur að þó svo það virðist í tísku þessa daganna að kæra sig kollóttan um álit annarra þá sé það tískubylgja sem hann taki ekki þátt í.

„Ég var að tala við einhvern um daginn og hann sagði – Álit annarra á mér skiptir engu, mér er skítsama um álit annarra. Þetta er voða mikið í tísku. Þér má finnast hvað sem þú vilt um mig, mér er alveg drull – ég er ekki meðvirkur. En spáðu í það – ég fór að hugsa þetta – ég komst að því að álit annarra á mér skiptir mig gríðarlega miklu máli. Af hverju gerir það það? Því ég vex með því að íhuga viðbrögð umhverfis gagnvart því hvernig ég hegða mér inn í umhverfið. Svo ef þú veitir mér feedback um einhverja tjáningu sem kemur frá mér, hvort sem það er í hegðun eða í máli, þú segir mér að ég sé svona eða hinsegin, annað hvort ertu búinn að standa þig vel eða illa eða eitthvað þar á milli, þá íhuga ég þetta með það að leiðarljósi hvort að innsæi mitt segi mér að þú hafir rétt fyrir þér eða ekki.“

Gunnar útskýrir að þar sem hann stundi það mikið að tjá sig, bæði með greinaskrifum og á samfélagsmiðlum, þá fái hann alls konar viðbrögð. Þessi viðbrögð skipti hann máli því oft felist í þeim réttmæt gagnrýni. Hann lýsir þessu sem svo að hann sveiflist sem api á milli trjágreina, og líkt og api þá sleppi hann ekki takinu á fyrri greininni fyrr en hann hefur náð taki af þeirri næstu. Þetta sé sama sagan með álit annarra á því sem hann gerir eða hver hann er. Hann þurfi að meta hvort að eitthvað sé hæft í gagnrýni, hæft í athugasemdum sem honum berast, áður en hann metur hvort að þar sé á ferðinni ný grein til að sveifla sér á. Eða með öðrum orðum hann metur gagnrýnina, og eftir atvikum tekur hana til sín, skiptir um afstöðu eða skoðun. Þetta gildir líklega um marga að þú hættir ekki að trúa einhverju bara því einhver segir að það sé rangt heldur þarftu að leiða hið sanna í ljós og þar með hvort þér hafi skjátlast eða ekki. Stundum hafi þessi íhugun sýnt Gunnari að hann hafi haft rangt fyrir sér, og jafnvel að hann hafi ekki haft rangt fyrir sér heldur aðeins lagt fram skoðun sína með röngum hætti.

„Oft er það þannig en stundum kemst ég að því að fólk er bara vælukjóar og er bara með væl, en ég kemst aldrei að því fyrr en ég er búinn að íhuga á það og finna út hver sannleikurinn er.“

Allir með njálg en enginn með ADHD

Gunnar rekur að hugsanir hans, líkt og hjá flestum með ADHD, keyri áfram á milljón kílómetra hraða og vaði úr einu í annað stöðugt. Hann þurfi því að hafa fyrir því að finna ró og rými til að meta hlutina. Þetta hafi orðið til þess að hann hafi í gegnum tíðina leitað alls konar leiða til að meðhöndla hugsanir sínar, svo sem með sykuráti, klámneyslu, kannabis, kókaín, spítti og svo blöndu af þessu öllu.

„Ég er búinn að vera að hlaupa undan einhverju síðan ég man eftir mér.“

Hann hafi lært það seint um síðir að það er ekkert hættulegt að stoppa aðeins og þefa af blómunum. En hins vegar er hann alfarið á móti ADHD-lyfjum sem hann telur vissulega virka, en þetta sé í raun spítt, sem hann hafi sjálfur reynslu af. Furðar hann sig á fjölda greininga hér á landi og dregur upp áhugaverða samlíkingu.

Hann hafi mikið unnið innan skólakerfisins og hafi því ítrekað fengið njálg. Þetta skammist hann sín ekki fyrir og greini jafnan frá því á Facebook með gamansömum hætti. Vissulega sé það þreytandi að hafa kannski komist í gegnum persónulega áskorun með bravör en greinast svo viku síðar með njálg en svona sé lífið. Hins vegar sé furðulegt hvað það sé mikil skömm gagnvart njálg hér á landi. Hann hafi starfað í Danmörku og þar hafi bara staðið nánast á skilti á götum úti að þar væru allir með njálg.

„Þar skammast sín enginn fyrir njálginn. Það er bara njálgur út um allt og allir með njálg en enginn með ADHD. Svo kem ég til Íslands og þá eru allir með ADHD en enginn með njálg.“

Hann segir að það sé í raun vandamál hvað foreldrar skammist sín fyrir njálg, sem verði til þess að njálgur er ekki tilkynntur í leikskólum og skólum og því gangi smitið lausum hala lengur en þörf væri á. Hann hafi fyrir forvitni kynnt sér einkenni njálgs og borið saman við einkenni ADHD og séu þau um margt líkt. Hann leggur því til að geðlæknar hér á landi taki upp á því byrja greininguna með höfuðljós og límband að vopni og kanna hvort að umrætt barn sé hreinlega með orma í rassinum, áður en því er fengin ADHD-greining.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima allskonar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.
Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi. Þættina má nálgast hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram