Neymar gekk á dögunum í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu frá Paris Saint-Germain og mun hann þéna gríðarlega hjá nýju félagi, líkt og fjöldi knattspyrnumanna sem hafa haldið til Sádí í sumar.
Neymar flaug sem fyrr segir með Boeing 747 þotu til Sádí. Vélin var klárlega óþarflega stór fyrir hann og nokkra aðra og eru því margir reiðir með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Kappinn flaug í boði sádiarabíska prinsins Alwaleed bin Talal.
Neymar flying private from Paris to Riyadh, Saudi Arabia on a custom Boeing 747 🤯
The plane was sent by Saudi Arabian Prince Alwaleed bin Talal
(via @AviationWG) pic.twitter.com/pg8h7BrLBJ
— Bleacher Report (@BleacherReport) August 20, 2023
„Djöfull er þetta viðbjóðslega ógeðslegt,“ skrifaði Haukur Heiðar sem vakti athygli á þessu á X, áður þekkt sem Twitter.
Mikil umræða skapaðist og voru þekktir einstaklingar á meðal þeirra sem lögðu orð í belg.
„Einhver bestu rök fyrir að hætta að kaupa jarðefnaeldsneytisógeðinu sem ég hef séð,“ skrifaði Sævar Helgi Bragason, gjarnan þekktur sem Stjörnu-Sævar.
Felix Bergsson var þá með stutt en kraftmikil skilaboð: „Úff.“
Einn notandi greip í kaldhæðnina. „Gott að við séum þó að flokka og nota papparörin í þágu umhverfisins.“
Margir tóku í sama streng þau auðvitað hafi ekki allir verið sammála. Umræðuna má sjá í þræðinum hér að neðan.
djöfull er þetta viðbjóðslega ógeðslegt https://t.co/gt27e5nQAi
— Haukur Heiðar (@haukurh) August 20, 2023