Real Madrid hefur óvænt áhuga á Gabriel, miðverði Arsenal og þá er einnig áhugi á honum í Sádi-Arabíu.
Spænska stórliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar Eder Militao meiddist og verður hann frá í langan tíma.
Félagið skoðar því að bæta við sig miðverði og er Gabriel á blaði, en hann hefur heillað í búningi Arsenal undanfarin ár.
Sjálfur er Gabriel þó talinn afar sáttur hjá Arsenal og skuldbundinn verkefninu sem þar er í gangi, en félagið stefnir á að hampa Englandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í tuttugu ár í vor.
Það er einnig áhugi frá Sádi-Arabíu á brasilíska miðverðinum.