Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
Maðurinn segir að hann eyði mörgum klukkutímum á dag í að horfa á klám, skoða OnlyFans og hotwife síður á Twitter.
„Hotwife“ er hugtak innan swinger samfélagsins og er notað yfir gifta konu sem sefur hjá öðrum karlmönnum með samþykki eiginmannsins.
„Ég eyði langmestum tíma á OnlyFans og er áskrifandi á fjórum síðum. Tvær af konunum búa á sömu slóðum og ég, þannig ég fæ mikið út úr því að spjalla við þær,“ segir hann.
„Ég myndi gera hvað sem er fyrir tækifæri til að hitta aðra þeirra.“
Maðurinn er 28 ára og einhleypur. „Ég hef örugglega eytt mörg hundruð þúsund krónum á OnlyFans, ég þori ekki að reikna nákvæma upphæð,“ segir hann.
„Ef ég segi upp áskrift hjá einni konu þá skrái ég mig strax hjá annarri. Ég er háður tilfinningunni sem ég fæ þegar þær setja inn nýja mynd. Ég veit að þetta er subbulegt, að borga fyrir að sjá þessar konur. Ég hugsa stundum hvort ég eigi að fá mér kærustu en ég efast um að ég muni einhvern tíma næla mér í svona aðlaðandi konu.“
Maðurinn viðurkennir að hann eyðir mörgum klukkustundum á dag á Twitter að leita að hotwife síðum.
„Þetta er fáránlegt en ég sækist samt alltaf aftur í þetta. Draumafantasían mín er að vera með kærustu sem leyfir mér að horfa á hana stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“
Deidre gefur manninum ráð. „Að heimsækja síður þessara kvenna í gríð og erg bendir til þess að þú sért fíkill. Þú ert hugrakkur að viðurkenna vandamálið og ég hvet þig til að leita þér aðstoðar,“ segir hún og bendir manninum á ýmis úrræði.
„Þessar konur eru að vinna vinnuna sína og það er mjög ólíklegt að samskipti ykkar muni leiða til þess að þið hittist eða munið eiga þýðingarmikið samband.“