fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Læknir útskýrir hvers vegna aðeins fimm tíma svefn á nóttu geti leitt til ótímabærs andláts

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 21:00

Þessi náði líklega ekki sjö tímum í nótt. Kaffi er gott en bætir þó engum árum við lífið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ófáir sem hafa nefnt það að sólarhringurinn sé of stuttur. Við hreinlega höfum ekki tíma til að gera allt sem við ætlum okkur og þurfum því að forgangsraða verkefnum. Því miður er það gjarnan svo að svefn endar neðarlega í forgangsröðuninni, enda líta margir svo á að þeir geti sofið þegar þeir eru dauðir og önnur verk eigi að ganga fyrir. Svo er það hinn vandinn að nú á skjátímum eiga margir hreinlega erfitt með að festa svefn, og er það miður. Við Íslendingar getum svo lent einstaklega illa í súpunni þar sem allt kerfið okkar fer í rugl þegar sólin lætur ekkert sjá sig á veturna og lætur okkur svo ekki í friði á sumrin.

Læknirinn Dan Friederich segir það þó nauðsynlegt að gefa sér tíma til að sofa, því annars munu tíðir geispar enda með því að við geispum golunni langt fyrir aldur fram.

„Heldur þú að þú getir lifað af aðeins fjögurra til fimm tíma svefni á nóttu hverri?,“ spyr læknirinn fylgjendur sínar. Hann bendir á að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að manneskjan þurfi sex til átta stunda svefn, helst sjö í það minnsta. Að sama bragði sé svefn umfram níu klukkustunda ekki hollur, en þó ekki eins óhollt og að sofa í minna en fimm tíma.

„Minni lífslíkur á öllum sviðum, auknar líkur á hjartasjúkdómum og allskonar sjúkdómar hafa verið tengdir við of lítinn svefn.“

Rannsókn frá 2022 hafi leitt líkur að því að eldri manneskja sem sefur í minna en fimm stundir sé miklu líklegri til að deyja fyrir aldur fram.

Dan segir mikilvægt að temja sér góðar svefnvenjur til að tryggja nætursvefninn, því eins og við vitum öll – þá tryggjum við ekki eftir á. Góðar svefnvenjur felast meðal annars í því að tryggja myrkur í svefnherbergi, gæta þess að ekki sé of heitt eða kalt og tryggja þögn. Eins sé gott að fjarlægja öll raftæki úr herberginu og gæta þess að borða ekki stóra máltíð rétt fyrir svefninn. Yfir daginn sé mikilvægt að hreyfa sig og næla sér í smá sólarljós, því þetta geti hjálpað við svefn.

Því er lesendum ráðlagt að kasta frá sér snjallsímanum í ofboði, sækja sér góða, en ekki of góða, bók og kúra sig undir sænginni þar sem líkaminn sendir skilaboð um að nú sé tíminn til að leggjast til hvílu. Ef þið þurfið aukinn hvata þá er gott ráð að skipta um á rúminu, skella sér í góða sturtu og leyfa deginum að skolast niður niðurfallið. Það er fátt betra. Netflix, Facebook og fréttamiðlar verða hér enn á morgun, en til að tryggja að þið verðið það líka er best að halda í háttinn. Góða nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni