Mason Greenwood mun ekki snúa aftur á knattspyrnuvöllinn með Manchester United. Það er niðurstaða félagsins eftir langa innanbúðarrannsókn. United staðfestir þetta með yfirlýsingu.
Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.
Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.
„Allir aðilar, líka Mason, átta sig á vandamálunum sem það myndi skapa að hann myndi koma ferli sínum af stað á ný hjá Manchester United. Við höfum því ákveðið í sameiningu að það sé hentugast að hann haldi áfram með sinn feril annars staðar en á Old Trafford og vinnum við nú með Mason að því að láta það gerast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu United.
Club statement.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023