Nicolas Pepe var þangað til í sumar dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en kantmaðurinn hefur svo sannarlega ekki fundið sig.
Pepe er 29 ára gamall kantmaður sem kom til Arsenal fyrir fjórum árum á rúmar 70 milljónir punda.
Pepe var á láni hjá Nice í Frakklandi á síðustu leiktíð en fann sig ekki.
Nú gæti Arsenal hins vegar verið að losna við hann en Besiktas í Tyrklandi er að skoða það að kaupa hann.
Líklega þarf Besiktas ekki að borga háa upphæð til að losa Pepe frá Arsenal en hann er ekki í neinum plönum Mikel Arteta.