Liverpool hefur átt jákvæð samtöl við FC Bayern undanfarna daga og vonast félagið eftir því að fá Ryan Gravenberch.
Gravenberch er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Bayern frá Ajax fyrir ári síðan en hefur ekki fundið sig.
Liverpool er einnig sagt í samtali við Crystal Palace um Cheick Doucoure og gætu báðir komið til félagsins.
Liverpool vill halda áfram að styrkja miðsvæði sitt á næstunni en talið er að Bayern vilji lána Gravenberch.
Gravenberch hefur einnig verið orðaður við Manchester United en hann virðist nær því að fara til Liverpool.