David Ornstein hjá The Athletic segir alla búast við því að Manchester United greini frá ákvörðun varðandi Mason Greenwood nú í dag.
Ornstein segir hins vegar að United sé ekki búið að ákveða hvort Greenwood fái tækifæri hjá félaginu eða verði sparkað burt.
Greenwood hefur ekki æft í átján mánuði eftir að hann var sakaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður og Greenwood og unnusta hans hafa eignast barn saman.
„Við erum að búast við fréttum í dag,“ segir Ornstein.
Hann segir hins vegar að United sé ekki búið að taka endanlega ákvörðun, fyrir helgi var talið að hann fengi annað tækifæri en um helgina var talið að samningi hans yrði rift.
Greenwood er 21 árs gamall sóknarmaður en staða hans er í lausu lofti en gæti komið í ljós síðar í dag.