Kvennalið KR mun leika í neðstu deild á næstu leiktíð eftir úrslit dagsins í Lengjudeildinni.
KR féll úr Bestu deild kvenna síðasta sumar og hefur valdið verulegum vonbrigðum á þessu tímabili.
Eftir jafntefli FHL og Fram í dag er ljóst að KR er á leið niður enda 10 stig í næsta lið sem er Fram.
Þetta eru afskaplega mikil vonbrigði fyrir KR sem hefur aðeins unnið tvo af 15 leikjum og gert eitt jafntefli.
Augnablik mun fara niður ásamt KR en liðið er með fjögur stig eftir einnig 15 leiki.