Alan Smith, fyrrum leikmaður Manchester United, er á því máli að Erik ten Hag vilji ekki losna við Harry Maguire í sumar.
Maguire er ekki sá vinsælasti hjá Ten Hag en hann er ekki byrjunarliðsmaður og missti einnig fyrirliðabandið í sumar.
Smith telur þó að Maguire geti enn sinnt sínu starfi sem varamaður en það væri undir enska landsliðsmanninum komið að samþykkja það.
Maguire er talinn vera á leið til West Ham og það myndi minnka breiddina í vörn Man Utd.
,,Ég held að Harry viti það að hann sé ekki að fara spila alla leiki, hann getur örugglega sætt sig við það,“ sagði Smith.
,,Það er undir Harry komið hvort hann verði áfram eða ekki. Ég tel að Erik ten Hag vilji ekki losna við hann því þú vilt ákveðna aðila hjá félaginu þínu. Hann gæti spilað 20 leiki og staðið fyrir sínu.“