fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Óhugnaleg ástæða þess að breski raðmorðinginn Lucy Letby myrti sjö nýbura

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 21:23

Búist er við að Lucy Letby verði dæmd í lífstíðarfangelsi á morgun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að Bretar séu slegnir út af máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðingi á vökudeild Chester-spítala, sem í vikunni var sakfelld fyrir að hafa myrt sjö nýbura á spítalnum, þar af fimm drengi og tvær stúlkur, og gert tilraunir til að myrða sex börn í viðbót. Lucy er grunuð um miklu fleiri morð og morðtilraunir, en ofannefndir glæpir þóttu fullsannaðir.

Morðin voru framin á eins árs tímabili, frá því í júní 2015 til júní 2016 þegar Lucy var um 26 ára gömul. Hún myrti börn sem lágu á fyrirburadeild með hinum ýmsu aðferðum. Meðal annars sprautaði hún lofti, insúlíni og mjólk í börnin. Hún gerði margar til raunir til að myrða sum börnin áður en henni tókst það og sumar morðtilraunirnar misheppnuðust.

Sjá einnig: Ungbarnamorðinginn Lucy sakfelld:Brosti til foreldra og var umhyggjusöm en myrti börnin kerfisbundið

Vildi vinna náið með giftum lækni

Því hefur nú verið haldið fram að Lucy hafi myrt börnin af því að hún var með þráhyggju fyrir giftum lækni á spítalanum og vissi það að hann yrði einn af þeim sem yrði kallaður út til þess að reyna að bjarga börnunum.

Við réttarhöldin kom fram að Lucy hafði tekist ætlunarverk sitt að nálgast lækninn og hafði tekist með þeim góð vinátta. Meðal annars á læknirinn að hafa heimsótt hana á heimili hennar, gefið henni súkkulaði og meðal annars rætt um að fara í frí með henni utan spítalans.

Fékk taugaáfall þegar læknirinn sem hún elskaði bar vitni

Umræddur læknir var síðan einn þeirra sem var kvaddur til að bera vitni gegn hinum miskunnarlausa raðmorðingja og er hermt að Lucy hafi fengið taugaáfall í réttarsalnum þegar það hafi orðið ljóst.

Við rannsókn málsins fundust meðal annars handskrifuð bréf á heimili Lucy þar sem hún tjáði lækninum ást sína.

Allar líkur eru taldar á því að Lucy Letby verði dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína en dómur verður kveðinn upp á morgun, mánudag. Hávær krafa er um að yfirmenn hennar á spítalanum verði einnig sóttir til saka fyrir að halda verndarhendi yfir morðingjanum og tefja rannsókn þess þegar grunnsemdir fóru fyrst að kvikna um aðkomu hennar að ungbarnadauðanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“