fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Systir Sögu B. missti aleiguna í brunanum á Hvaleyrarbraut – Stolt af hetjudáð móður sinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 19:29

Saga B. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem  Saga B., greinir frá því á Instagram-síðu sinni að systir hennar, Gunnhildur, hafi glatað aleigu sinni í húsbrunanum við Hvaleyrarbraut fyrr í dag. Tilkynnt var um eldinn um eittleytið í dag og hefur slökkvistarf staðið yfir fram eftir degi. Um var að ræða atvinnuhúsnæði sem leigt var út sem ósamþykkt íbúðarhúsnæði og voru sautján einstaklingar skráðir þar sem leigutakar.

Gunnhildur var sofandi í herbergi sínu ásamt kærsta sínum þegar eldurinn gaus upp. Það varð henni að öllum líkindum til lífs að móðir hennar og Sögu B., Guðrún Gerður Guðbjörnsdóttir er búsett rétt hjá og hún hringdi þegar í Neyðarlínuna þegar að hún varð vör við eldinn. Í viðtali á RÚV lýsir Guðrún Gerður því hvernig að hún hafi hlaupið í ofboði að húsinu þegar hún áttaði sig að heimili dóttur hennar var orðið eldi að bráð og ruðst inn.

Stolt af hetjudáð móður sinnar

„Ég hleyp upp stigann, hoppa upp á þakið og hleyp að glugganum þar sem dóttir mín býr,“ segir Guðrún í samtali við RÚV.  Hún hafi náð að rífa upp glugga og öskra á þau að það væri kviknað í og í framhaldinu tókst parinu að forða sér í skjól.

Saga B. er greinilega að rifna af stolti yfir árvekni móður sinnar og deildi færslu á Instagram-síðu sína þar sem hún greinir frá hetjudáð móður sinnar.

Eins og gefur að skilja er Gunnhildur í slæmri stöðu eftir að hafa misst aleiguna í brunanum enda ekki hægt að tryggja húsnæðið.   Hafa vinir og fjölskylda hennar sett af stað söfnun til þess að hlaupa undir bagga með henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans