Hákon Arnar Haraldsson er að stimpla sig inn hjá liði Lille í Frakklandi og fær að byrja deildarleiki liðsins.
Lille er eitt besta lið Frakklands en Hákon skrifaði undir hjá félaginu í sumarglugganum.
Hann byrjaði undirbúningstímabilið frábærlega og skoraði þrennu í fyrsta leik sínum.
Hákon á eftir að skora í deildinni en hann var í byrjunarliðinu er Lille spilaði og vann 2-0 gegn Nantes í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði um 70 mínútur og átti ágætis leik þrátt fyrir að komast ekki á blað.