Spánn 1 – 0 England
1-0 Olga Carmona(’29)
Spánn er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir úrslitaleik sem fór fram gegn Englandi í dag.
Bæði lið áttu góðan möguleika á að vinna viðureignina en þau höfðu spilað vel á mótinu hingað til.
Aðeins eitt mark var skorað í úrslitaleiknum og það gerði Olga Carmona fyrir Spán í fyrri hálfleik.
Jennifer Hermoso fékk tækifæri á að bæta við marki en klikkaði á vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Þetta er í fyrsta sinn sem Spánn verður heimsmeistari.