Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu er á komið á vettvang eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Vísir greindi fyrst frá en samkvæmt frétt miðilsins eru fimm slökkvibílar á vettvangi auk þriggja sjúkrabíla.
Samkvæmt sjónarvotti sem DV ræddi við þá sást maður hlaupa út úr húsinu skömmu eftir að eldurinn kom upp en hvort fleira fólk sé í húsinu hefur ekki komið fram.
RÚV greindi frá því að samkvæmt öðrum vegfaranda að svo virðist sem búið sé í húsnæðinu.
Margt fólk hefur hópast nærri vettvangi eldsins en viðbragðsaðilar hvetja fólk til að halda sig fjarri og ekki nálgast svæðið þar sem verið er að störfum.