Það er útlit fyrir það að Lionel Messi fái að spila á móti enska landsliðinu áður en ferlinum lýkur.
Messi er einn allra besti fótboltamaður sögunnar og vann HM með Argentínu í Katar undir lok síðasta árs.
Útlit er fyrir að Argentína og England muni spila vináttulandsleik síðar á þessu ári sem væri í fyrsta sinn sem Messi spilar gegn þeim bláhvítu.
Rígurinn á milli Englands og Argentínu er mikill eftir ‘hendi Guðs’ frá Diego Maradona á HM árið 1986.
Messi spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum en á 20 ára ferli hefur hann aldrei mætt þeim ensku á velli.