Manchester United er búið að senda njósnara til Noregs til að fylgjast með strák sem ber nafnið Sverre Nypan.
Fáir hafa heyrt þetta nafn áður en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Rosenborg aðeins 15 ára gamall.
Norski miðillinn TV2 segir að njósnarar Man Utd hafi mætt á leiki með Rosenborg í heilt ár til að sjá miðjumanninn spila.
Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall í dag hefur Nypan spilað 19 leiki fyrir Rosenborg og skorað í þeim tvö mörk.
Um er að ræða gríðarlegt efni en ólíklegt er að enska stórliðið kaupi hann í þessum glugga.