Varnarmaðurinn Japhet Tanganga er óvænt talinn vera á leið til Luton í þessum sumarglugga.
Um er að ræða 24 ára gamlan vmarmarmann sem er talinn mjög líklegur til að yfirgefa félagið í sumar.
Athletic segir að líklegast sé að Tanganga endi hjá Luton en hann er ekki inni í myndinni hjá Ange Postecogolou, stjóra Tottenham.
Galatasaray og AC Milan hafa einnig verið orðuð við Tanganga en vilja fá leikmanninn á láni.
Tottenham er meira hrifið af því að selja miðvörðinn endanlega og er Luton tilbúið í að kaupa.