Alex Oxlade-Chamberlain, fyrrum leikmaður Liverpool, er í raun hissa á að fyrrum liðsfélagi sinn, Andy Robertson, sé atvinnumaður í fótbolta.
Oxlade-Chamberlain var lengi í varahlutverki hjá Liverpool en Robertson hefur fest sig í sessi sem einn allra besti vinstri bakvörður úrvalsdeildarinnar.
Þrátt fyrir það er Robertson víst alveg ömurlegur í reitabolta á æfingum og sinnir bæði varnarvinnunni og sóknarvinnunni illa í þeirri æfingu.
Oxlade-Chamberlain talar um einn þann versta sem hann hefur séð á æfingu sem er svo sannarlega ekki mikið hrós.
,,Hann er mögulega sá versti sem ég hef spilað með í reit. Þú horfir á hann æfa, ég skil ekki hvernig hann er svona góður í fótbolta,“ sagði Oxlade-Chamberlain.
,,Það var í raun viðbjóður að horfa á hann og ég mun standa við þessi orð fyrir framan myndavélina.“
,,Ég hika ekki við að nefna þetta við hann og hann mun viðurkenna það, hann er ömurlegur í reitarbolta. Hann hreyfir sig varla og er líklegur í að detta.“