fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Varð einn sá besti en byrjaði ömurlega á nýja vinnustaðnum: Hélt að tvíburinn væri mættur – ,,Ótrúlegt að horfa á þetta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var alls ekki frábær fyrstu tvo dagana hjá svissnenska félaginu Basel.

Frá þessu greinir þjálfarinn Heiko Vogel en hann vann með Salah hjá félaginu árið 2012 og tók ákvörðun um að semja við Egyptann.

Þjálfarateymi Basel efaðist um Salah til að byrja með eftir frammistöðu hans á æfingasvæðinu en fyrstu tveir dagarnir voru erfiðir.

Það var svo slæmt að Vogel velti því fyrir sér hvort Salah ætti tvíburabróður eftir að hafa séð myndbönd af vængmanninum á YouTube.

,,Ég sagði við hann að hann ætti bara að æfa eins og venjulega, að við værum nú þegar búnir að taka ákvörðun,“ sagði Vogel.

,,Þegar hann mætti til æfinga á fyrsta degi þá voru allir að fylgjast með honum og við veltum því fyrir okkur hvort hann ætti tvíburabróður.“

,,Seinni dagurinn var aðeins betri en ekki góður. Svo kom þriðji dagurinn og hann tók alla í gegn, hann var óstöðvandi. Það var ótrúlegt að horfa á þetta.“

,,Hann var svo lipur, svo kraftmikill. Ef hann var með boltann þá þýddi það mark. Eftir þessa frammistöðu vissum við af hverju við vildum semja við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“