Diego Costa, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur skrifað undir samning við brasilíska félagið Botafogo.
Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur komið víða fyrir á ferlinum en var síðast hjá Wolves í úrvalsdeildinni.
Costa sannaði sig ekki á Molineaux vellinum en hann sneri aftur til Englands eftir áður mjög góða dvöl hjá Chelsea.
Nú mun Costa reyna fyrir sér í Brasilíu en hann er ættaður þaðan en ákvað samt að spila fyrir landslið Spánar.
Botafogo er í efstu deild Brasilíu og situr þar á toppnum og fær mikinn liðsstyrk með þessum félagaskiptum.