Chelsea leitar nú að varamarkmanni eftir að Kepa Arrizabalaga hélt til heimalandsins og samdi við Real Madrid.
Kepa skrifaði undir lánssamning við Real út tímabilið og verður Robert Sanchez í marki liðsins í vetur.
Chelsea vill fá öflugan varamarkmann til að keppa við Sanchez og er sterklega orðað við mann að nafni Djordje Petrovic.
Petrovic spilar með New England Revolution í Bandaríkjunum og segir Athletic að áhuginn sé mikill.
Hann er talinn besti markmaður MLS deildarinnar þessa stundina og hefur áður verið orðaður við evrópsk félög.
Chelsea er búið að bjóða 15 milljónir punda í Petrovic og eru líkur á að því tilboði verði tekið.