Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, hefur aldrei viljað yfirgefa félagið og vill eyða restinni af ferlinum hjá félaginu.
Barcelona hafnaði 100 milljóna evra tilboði í De Jong á þessu ári samkvæmt Joan Laporta, forseta félagsins.
De Jong var lengi orðaður við Manchester United en hann vill eyða öllum ferli sínum á Nou Camp.
,,Ég hef alltaf viljað spila fyrir Barcelona. Þessi fyrstu ár höfum við ekki unnið La Liga eða komist langt í Meistaradeildinni,“ sagði De Jong.
,,Við höfum unnið einn Konungsbikar. Til að ná árangri hjá Barcelona, það er mikið eftir. Ég sá liðið bæta sig í sumar.“
,,Þetta er mitt draumalið og ég vil spila hér allan minn feril, ég hef aldrei viljað fara.“