Það er víst komið í ljós af hverju varnarmaðurinn Harry Maguire hafnaði því að ganga í raðir West Ham í sumar.
Maguire var fyrirliði Manchester United í fyrra en hefur misst sæti sitt í liðinu undir Erik ten Hag.
West Ham hafði mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn í sínar raðir en hann hafnaði boðinu á að færa sig til London.
Sam Allardyce, fyrrum stjóri West Ham, segist vita af hverju en hann þekkir umboðsmann leikmannsins vel.
,,Hann hafnaði West Ham, hann hafnaði boðinu þeirra. Ég þekki umboðsmanninn hans mjög vel,“ sagði Allardyce.
,,Ég segi þetta án þess að vanvirða West Ham – hann vill ekki fara þangað vegna vandræða síðustu leiktíðar þar sem þeir voru í fallbaráttu. Hann vill eitthvað stærra.“