Það er óhætt að segja það að sóknarmaðurinn öflugi Wilfried Gnonto sé ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Leeds.
Gnonto spilaði opnunarleik Leeds gegn Cardiff í ensku Championship deildinni en hefur misst af síðustu þremur.
Ástæðan er sú að Gnonto vill komast burt og hefur beðið félagið um að velja sig ekki í hópinn.
Gnonto heimtar að fá að spila í betri deild en hann er 19 ára gamall og féll með liðinu úr úrvalsdeildinni í vetur.
Stuðningsmenn Leeds mættu með ansi skemmtilegan borða í leik gegn West Brom á föstudag þar sem Gnonto er líkt við smábarn.
,,Waah Waah ég vil ekki spila í Championship,“ stendur á borðanum og eru skilaboðin ansi augljós.
Mynd af þessu má sjá hér.