Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, verður lengi frá vegna meiðsla og missir af stórum hluta tímabilsins.
Belginn meiddist í opnunarleik tímabilsins gegn Burnley og er nú búinn í aðgerð.
Mynd af De Bruyne á hækjum birtist nú rétt fyrir helgi en hann mun taka dágóðan tíma í að jafna sig.
Það er mikið áfall fyrir Englandsmeistarana en De Bruyne er einn allra besti leikmaður deildarinnar.
Mynd af honum eftir aðgerðina má sjá hér.
Kevin De Bruyne has undergone surgery. 😢
Pep Guardiola confirmed earlier today that the Man City star will miss ‘four to five months’ of the season. 💔 pic.twitter.com/2B6XncvJAp
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) August 18, 2023