Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.
Þorvaldur, sem er með öflugri dómurum landsins, þénaði tæplea 870 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.
Á eftir honum kemur Ívar Orri Kristjánsson en hann þénaði þó um 150 þúsund krónum minna.
Aðrir á listanum fengu miklu minna.
Dómarar – Mánaðarlaun
Bríet Bragadótir – 325,754
Helgi Mikael Jónasson – 168,834
Ívar Orri Kristjánsson – 726,435
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 397,681
Þorvaldur Árnason – 869,037