Luciano Spalletti er tekinn við sem landsliðsþjálfari Ítala. Hann tekur við starfinu af Roberto Mancini.
Mancini hætti fyrr í vikunni og þurfti ítalska knattspyrnusambandið því að finna eftirmann hans. Nú er ljóst að það verður Spalletti.
Spalletti hætti eftir að hafa gert Napoli að Ítalíumeisturum í fyrsta sinn í 33 ár í vor.
Hann hefur stýrt liðum á borð við Roma og Inter einnig en nú fellur það í hans hlut að koma Ítölum á EM 2024.
⚽️ 𝗟𝘂𝗰𝗶𝗮𝗻𝗼 𝗦𝗽𝗮𝗹𝗹𝗲𝘁𝘁𝗶 è il nuovo 𝗖𝗧 della #Nazionale 🇮🇹
🗣 Gravina: "Il suo entusiasmo e la sua competenza saranno fondamentali"
📄 Il comunicato 👉🏻 https://t.co/mnthIscXWw#Spalletti #Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/aw8yT4TVML
— Nazionale Italiana ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri) August 18, 2023